Vörur og þjónusta

Merkingar - Rampar - Mottur - Verkfæri - Mælingar - Uppsetning

Rampar

Inni rampar - Úti rampar - Færanlegir rampar

Við sérhæfum okkur í uppsetningu á römpum við hinar ýmsu aðstæður, bæði innan dyra sem utan. Við bjóðum upp á úti rampa, inni rampa og færanlega rampa. Sérsmíðum rampa eftir teikningum eða útfrá máltöku.

Færanlegir rampar

Við bjóðum upp á tvær tegundir af færanlegum römpum sem henta við ýmsar aðstæður, annars vegar CareSlope og hins vegar Aerolight.

Ramparnir eru léttir, úr endingargóðu efni og þola allt að 300 kg. Ramparnir eru klæddir hálkuvörn.

Nánar →

Innirampar

Við bjóðum upp á vandaða inni rampa fyrir þröskulda, tröppur og ýmsar hindranir.

Inni ramparnir koma í stöðluðum einingum sem eru 100 cm á breidd og frá 4 mm og upp í 60 mm á hæðina. Dýptin fer eftir því hversu hár rampurinn er, því hærri sem hindrunin er, því dýpri þarf rampurinn að vera.

Nánar →

Útirampar

Við bjóðum upp á vandaða úti rampa fyrir þröskulda, tröppur og ýmsar hindranir.

Úti ramparnir eru byggðir úr klossum sem eru 18 mm að þykkt og koma í 25 cm einingum. Klossarnir eru með götum til að hleypa vatni og snjó í gegn.

Nánar →

Er örugglega öllum ljóst hvert leiðin liggur á þínum vinnustað?

Scroll to Top