Útirampar

Útirampar

Við bjóðum upp á vandaða úti rampa fyrir þröskulda, tröppur og ýmsar hindranir. 

Úti ramparnir eru byggðir úr klossum sem eru 18 mm að þykkt og koma í 25 cm einingum. Klossarnir eru með götum til að hleypa vatni og snjó í gegn.

Hægt er að hlaða þeim saman upp í 40 cm hæð og eru þeir sérsmíðaðir eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni. Rampana er bæði hægt að byggja yfir tröppur, þ.e.a.s. lengja tröppurnar og / eða að gera fleiri þrep. Einnig er hægt að leggja rampinn yfir tröppurnar. 

Á útirampa er hægt að setja hliðarvörn fyrir hjólastóla og jafnframt er hægt að nota úti rampana innanhús við stærri hindranir sem og í sturtubotna. 

Hálkuvörn á rampa
Hægt er að setja hálkuvörn i einingarnar. Hálkuvörnin er ryðfrítt stál sem er sett inn í einingarnar eftir þörfum.

Mannvirkjastofnun

Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.

Iggis ehf.

Við sérhæfum okkur í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla, bæði innan dyra sem utan. Við mætum til þín, mælum og gerum tilboð, smíðum, sníðum og setjum niður. 

Bæklingar og kynningar (PDF)

Er örugglega öllum ljóst hvert leiðin liggur á þínum vinnustað?

Scroll to Top