Vörur og þjónusta

Merkingar - Rampar - Mottur - Verkfæri - Mælingar - Uppsetning

Vörur og þjónusta

Við aðstoðum þig við að tryggja jafnt aðgengi fyrir alla

Áherslumerkingar

Við sérhæfum okkur í áherslumerkingum, bæði innan dyra sem utan. Á meðal þess sem við bjóðum upp á eru hættumerkingar, tröppunef og leiðarlínur. Við erum einn stærsti umboðsaðili fyrir áherslumerkingar á Íslandi.

Rampar

Við sérhæfum okkur í uppsetningu á römpum við hinar ýmsu aðstæður, bæði innan dyra sem utan. Við bjóðum upp á úti rampa, inni rampa og færanlega rampa. Sérsmíðum rampa eftir teikningum eða útfrá máltöku.

Mottur

Við höfum upp á að bjóða fjölbreytt úrval af mottum til hinna ýmsu nota, bæði innan dyra sem utan. Við höfum upp á að bjóða öryggismottur, vinnustaðamottur, inngangsmottur, og gryfjumottur ásamt vörn og undirlagi.

Fyrir fagmanninn

Við bjóðum upp á fjölbreytt vöruúrval fyrir fagmenn á sviði dúklagninga, þar með talið hnífa, blöð, réttskeiðar, slípivélar, ryksugur, spartl- og suðuverkfæri. Við flytjum inn vörur frá virtum framleiðendum og getum sérpantað eftir óskum.

Mælingar og tilboðsgerð

Við komum á staðinn og mælum fyrir merkingum, römpum og mottum og gefum þér í framhaldinu tilboð í vinnu og efni. Við veitum ráðgjöf á sviði aðgengismála útfrá gildandi byggingareglugerð og samkvæmt bestu starfsvenjum.

Ráðgjöf og uppsetning

Við höfum á að skipa faglærðum einstaklingum sem koma á staðinn og setja niður merkingar, rampa og mottur samkvæmt bestu starfsvenjum og gildandi byggingareglugerð.

Er örugglega öllum ljóst hvert leiðin liggur á þínum vinnustað?

Scroll to Top