Hættumerking með kúlum

Hættumerking með kúlum

Kúlur eru einungis notaðar að ofanverðu við tröppur eða rampa.

Við bjóðum hættumerkingar með kúlum úr PVC/sink/ryðfríu stáli, sýru föstu-efni og plötum af áli / stáli / PVC / steypustáli / messing.

Leiðbeiningar ofanverðra trappa
Þar sem algildrar hönnunar er krafist svo sem í opinberum byggingum, atvinnuhúsnæði og sameign íbúðabygginga, skal fyrir enda ofanverðra trappa leggja annarskonar yfirborðs‐ efni í lit og áferð í 0,9 m lengd frá brún trappa og í fullri breidd þeirra.Þetta er gert til að vekja athygli fólks og sérstaklega sjónskertra á að hæðarbreyting sé framundan.

Varðandi merkingu
Við leggjum kúlurnar ca. 30cm frá brún (sem samsvarar einni tröppu) og svo höfum við 60cm með kúlum út á gólf. þ.e.a.s. ekkert fyrstu 30cm frá tröppubrún. IGGIS er með eigin máta til að leggja eftir. Hér er mikilvægt að hugsa um litinn á kúlunum miðað við grunnflöt.

Litamismunur á yfirborðsefnunum
Litamismunur skal vera að minnsta kosti 60 mælt í LRV kerfinu (LRV = lysrefleksionsværdi) eða 0,75 á NCS skalanum (hlutfall endurkastshæfni ljóss. NCS = Natural Color System ). Hlutfall endurkasthæfni ljóss fyrir einstaka liti er hægt að nálgast til dæmis í atlas fyrir NCS litakerfið. Hlutfall endurkasthæfni ljóss fyrir einstaka liti dregst hvert frá öðru. Notið til dæmis ljóst upphleypt yfirborðsefni ef aðliggjandi yfirborðsefni er dökkt eða öfugt.

Mikill mismunur skal vera á litunum þar sem hann minnkar með tímanum vegna þess að yfirborðsefnin óhreinkast og upplitast. Forðast ber mjög dökka liti á ljósum yfirborðsefnum þar sem þeir geta virkað sem gat (hola) eða hæðarmunur fyrir til dæmis sjónskert fólk og fólk með heilabilun.

Mannvirkjastofnun

Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.

Iggis ehf.

Við sérhæfum okkur í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla, bæði innan dyra sem utan. Við mætum til þín, mælum og gerum tilboð, smíðum, sníðum og setjum niður. 

Bæklingar og kynningar (PDF)

Er örugglega öllum ljóst hvert leiðin liggur á þínum vinnustað?

Scroll to Top