Æskilegt er að merkja tröppunef með efni sem er bæði með hálkuvörn og er í ólíkum lit miðað við tröppurnar. Merkingin skal vera lárétt og lóðrétt, að hámarki 40mm á kant.
Merkja skal tröppunef þar sem algildrar hönnunar er krafist. Merkingar auðvelda sjónskertum að sjá þrepbrúnir.
Við bjóðum upp á tröppunefs merkingar úr áli, mjúku- og hörðu-plasti / fíber og teipi. Hægt er að sérpanta liti.
Um merkingar með tröppunefjum
Litamismunur á yfirborðsefnunum skal vera að minnsta kosti 60 mælt í LRV kerfinu (LRV = lysrefleksionsværdi) eða 0,75 á NCS skalanum (hlutfall endurkastshæfni ljóss. NCS = Natural Color System ).
Mannvirkjastofnun
Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.