Leiðarlínur og stefnubreytingar

Leiðarlínur og stefnubreytingar

Línur eða það sem við kjósum að kalla „marsípanbrauð“ eru notuð í leiðarlínur og stefnubreytingar, til dæmis frá aðalhurð og að afgreiðsluborði eða lyftu, tröppu eða hurð.

Við bjóðum upp á marsípanbrauð úr PVC / sink / ryðfríu stáli, sýruföstu-efni og pötum af áli / stáli / PVC / steypustáli / messing.

Marsipanbrauð eru notuð sem áherslumerking að neðanverðu við tröppur og rampa ásamt því að vera notuð í leiðarlínur og stefnubreytingar. 

Um algilda hönnun og leiðarlínur segir;
„Huga skal að merkingum fyrir blinda og sjónskerta við afmörkun gönguleiða, til dæmis með litbrigðum eða með breytingu á gerð yfirboðsefnis og fullnægjandi frágangi vegna umferðar hjólastóla. Hæðarbreytingar gönguleiða að byggingum skal merkja greinilega og í samræmi við þá umferð sem ætla má að fari þar um. Þegar gönguleið fer ekki um afmarkaðan stíg heldur til dæmis um torg eða opið svæði skal hún vera sýnileg og það á að vera hægt að merkja hana fyrir Hvíta stafinn (þreifi staf). Það er æskilegt að leggja leiðarlínu í yfirborðsefnið til að merkja áttir. Leiðarlínur eiga að vera þannig gerðar að sjónskertir og blindir með Hvíta stafinn (þreifi staf) geti notað þær til að rata. Leiðarlínur er hægt að setja til dæmis á aðkomutorg, torg, strætisvagnastoppistöðvar og til að vísa á inngang mannvirkja og svo framvegis.“ 

Litamismunur á yfirborðsefnum
Litamismunur á yfirborðsefnunum skal vera að minnsta kosti 60 mælt í LRV kerfinu (LRV = lysrefleksionsværdi) eða 0,75 á NCS skalanum (hlutfall endurkastshæfni ljóss. NCS = Natural Color System ). Hlutfall endurkasthæfni ljóss fyrir einstaka liti er hægt að nálgast til dæmis í atlas fyrir NCS litakerfið. Hlutfall endurkasthæfni ljóss fyrir einstaka liti dregst hvert frá öðru.

Notið til dæmis ljóst upphleypt yfirborðsefni ef aðliggjandi yfirborðsefni er dökkt eða öfugt. Mikill mismunur skal vera á litunum þar sem hann minnkar með tímanum vegna þess að yfirborðsefnin óhreinkast og upplitast. Forðast ber mjög dökka liti á ljósum yfirborðsefnum þar sem þeir geta virkað sem gat (hola) eða hæðarmunur fyrir til dæmis sjónskert fólk og fólk með heilabilun.

Mannvirkjastofnun

Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.

Iggis ehf.

Við sérhæfum okkur í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla, bæði innan dyra sem utan. Við mætum til þín, mælum og gerum tilboð, smíðum, sníðum og setjum niður. 

Bæklingar og kynningar (PDF)

Er örugglega öllum ljóst hvert leiðin liggur á þínum vinnustað?

Scroll to Top