Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af áherslumerkingum til nota utan dyra sem henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.
Hægt er að fá bæði kúlur og leiðarlínur til nota utan dyra úr annars vegar ryðfríu stáli og hins vegar úr steypujárni.
Merkingar úr ryðfríu stáli
Hægt er að fá ryðfrítt stál í tveimur útgáfum; Annars vegar sem ryðfrítt stál og hins vegar ryðfrítt stál með svörtum borða.
Leiðarlínur og stefnubreytingar úr steypujárni
Steypujárnsmót eru hol að innan og þarf að fylla upp með steypu eða frauði áður en þau eru sett niður. Sjá nánar hér.
Hvernig eru útimerkingar festar
Útimerkingar eru festar niður þannig að það er fyrst borað fyrir þeim og þær svo límdar niður.
Mannvirkjastofnun
Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.