Færanlegir rampar

Færanlegir rampar

Við bjóðum upp á tvær tegundir af færanlegum römpum sem henta við ýmsar aðstæður, annars vegar CareSlope og hins vegar Aerolight. 

Ramparnir eru léttir, úr endingargóðu efni og þola allt að 300 kg. Ramparnir eru klæddir hálkuvörn.

CareSlope
CareSlope færanlegu ramparnir eru úr glerfíber og ál blöndu, sem falla saman endilangt. CareSlope eru 70 cm á breidd en koma í mismunandi lengdum:

  • 65 cm
  • 100 cm
  • 120 cm
  • 150 cm
  • 175 cm
  • 200 cm

Aerolight
Aerolight færanlegu ramparnir eru úr ál blöndu, sem falla saman endilangt. Aerolight ramparnir eru 76 cm á breidd en koma í mismunandi lengdum:

  • 90 cm
  • 120 cm
  • 150 cm
  • 180 cm
  • 210 cm

Til að finna réttu lengdina á rampanum er best að mæla hæðina á hindruninni og margfalda með fjórum. Mikilvægt að rampurinn skarist að minnsta kosti 4 cm yfir hindrunina.

Mannvirkjastofnun

Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.

Iggis ehf.

Við sérhæfum okkur í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla, bæði innan dyra sem utan. Við mætum til þín, mælum og gerum tilboð, smíðum, sníðum og setjum niður. 

Bæklingar og kynningar (PDF)

Er örugglega öllum ljóst hvert leiðin liggur á þínum vinnustað?

Scroll to Top