Við bjóðum upp á vandaða úti rampa fyrir þröskulda, tröppur og ýmsar hindranir.
Úti ramparnir eru byggðir úr klossum sem eru 18 mm að þykkt og koma í 25 cm einingum. Klossarnir eru með götum til að hleypa vatni og snjó í gegn.
Hægt er að hlaða þeim saman upp í 40 cm hæð og eru þeir sérsmíðaðir eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni. Rampana er bæði hægt að byggja yfir tröppur, þ.e.a.s. lengja tröppurnar og / eða að gera fleiri þrep. Einnig er hægt að leggja rampinn yfir tröppurnar.
Á útirampa er hægt að setja hliðarvörn fyrir hjólastóla og jafnframt er hægt að nota úti rampana innanhús við stærri hindranir sem og í sturtubotna.
Hálkuvörn á rampa
Hægt er að setja hálkuvörn i einingarnar. Hálkuvörnin er ryðfrítt stál sem er sett inn í einingarnar eftir þörfum.
Mannvirkjastofnun
Leiðbeiningar um stiga, tröppur og þrep. 6.4.6 gr. byggingareglugerðar, nr 112/2012 – Útgáfa 2.2.